Innlent

Lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi

Félag fréttamanna vill minna löggæslumenn á að lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla. Myndatökumaður fréttastofu sjónvarps lenti í ryskingum við yfirlögregluþjón lögreglunnar á Egilsstöðum í gær. Lögreglumaðurinn baðst afsökunar í kjölfarið.

Stjórn Félags fréttamanna, innahússfélags Ríkisútvarpsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna samstuðs myndatökumanns fyrirtækisins og lögreglu á Egilsstöðum í gær. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Egilsstöðum stjakaði við og hindraði myndatökumann fréttastofu sjónvarps að störfum. Félag fréttamanna vill minna á að lögregla hefur ekki vald til að stjórna fréttaflutningi fjölmiðla. Atvik sem þessi séu sem betur fer sjaldgæf og lögregluþjónninn hafi beðist afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×