Erlent

N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina

MYND/AP

Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn eru taldir vera komnir á fremsta hlunn með að koma sér upp kjarnavopnum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því, en hefur hingað til skort flaugar til að skjóta þeim. Stjórnvöld í Pjongjang segja að eldflauginni sé aðeins ætlað að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×