Innlent

Miklar frosthörkur á landinu

MYND/Elma

Kuldatíðin sem verið hefur hefur nú náð hámarki að mati Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðings á Veðurstofu NFS. "Já það eru gríðarmiklir kuldar á landinu og fór frostið síðastliðna nótt niður fyrir 20 stig í Mývatnssveitinni og athygli vekur að kólnað hefur í Reykjavík eftir því sem liðið hefur á morguninn og var frostið kl. 10 um 13 gráður" segir Sigurður.

Hann bætir við að það hafi orðið kaldara í Reykjavík fyrir tveimur árum, 2004, en þá náði frostið 15,1 gráðu. Nú fyrir stundu var 16 stiga frost á Blönduósi og 14 stig á Akureyri svo dæmi séu tekin. "Sem betur fer er hægur vindur með þessu og auk þess er heldur minnkandi frost í kortunum næstu daga, einkum á landinu sunnanverðu, þar sem trúlegast verður orðið frostlaust á mánudag. Önnur svæði eru meiri spurning segir Sigurður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×