SÞ: Ályktun samþykkt 18. nóvember 2006 13:05 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Boðað var til neyðarfundar Allsherjarþingsins í gær vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Tekist var á um ályktunina sem lögð var fram og sitt sýndist hverjum. Bandaríkjamenn ætluðu að greiða atkvæði gegn henni og Ísraelar sögðu ekki tekið tillit til ýmissa mikilvægra þátta. Hvergi væri minnst á Hamas-samtökin og þátt þeirra í átökunum. Að lokum var komist að samkomulagi um orðalag sem fól í sér að árásir Ísraelshers á Beit Hanoun voru harmaðar, en þær hafa kostað fjölda almennra borgara lífið. Ísraelar voru einnig hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu og hætta árásum. Ályktunin var samþykkt með atkvæðum 156 fulltrúa. Sjö greiddu atkvæði gegn henni, Ástralar, Bandaríkjamenn, Ísraelar og fulltrúar fjögurra Kyrrahafseyja. Sex fulltrúar sátu hjá. Áheyrnarfulltrúi Palestínumanna á Allsherjarþinginu fordæmdi þá ákvörðun Bandaríkjamanna að greiða atkvæði gegn ályktuninni. Það var fulltrúi Katar sem lagði upphaflegu tillöguna fram. Hann sagði árásir Ísraela fela í sér ítrekuð brot á þeim ályktunum sem þegar hafi verið samþykktar. Það grafi undan trúverðuleika Sameinuðu þjóðanna að láta þær óátaldar. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Boðað var til neyðarfundar Allsherjarþingsins í gær vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Tekist var á um ályktunina sem lögð var fram og sitt sýndist hverjum. Bandaríkjamenn ætluðu að greiða atkvæði gegn henni og Ísraelar sögðu ekki tekið tillit til ýmissa mikilvægra þátta. Hvergi væri minnst á Hamas-samtökin og þátt þeirra í átökunum. Að lokum var komist að samkomulagi um orðalag sem fól í sér að árásir Ísraelshers á Beit Hanoun voru harmaðar, en þær hafa kostað fjölda almennra borgara lífið. Ísraelar voru einnig hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu og hætta árásum. Ályktunin var samþykkt með atkvæðum 156 fulltrúa. Sjö greiddu atkvæði gegn henni, Ástralar, Bandaríkjamenn, Ísraelar og fulltrúar fjögurra Kyrrahafseyja. Sex fulltrúar sátu hjá. Áheyrnarfulltrúi Palestínumanna á Allsherjarþinginu fordæmdi þá ákvörðun Bandaríkjamanna að greiða atkvæði gegn ályktuninni. Það var fulltrúi Katar sem lagði upphaflegu tillöguna fram. Hann sagði árásir Ísraela fela í sér ítrekuð brot á þeim ályktunum sem þegar hafi verið samþykktar. Það grafi undan trúverðuleika Sameinuðu þjóðanna að láta þær óátaldar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira