Innlent

Styrkja framsækin verkefni í geðheilbrigðismálum

Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni. MYND/NFS

Sparisjóðurinn hefur sett af stað söfnun til styrktar framsæknum verkefnum í geðheilbrigðismálum, þar sem markmið er að ná að safna tuttugu og fimm milljónum króna.

Hver viðskiptavinur Sparisjóðsins getur látið sjóðinn styrkja verkefnið um eitt þúsund krónur með því að skrá sig á heimasíðunni spar.is eða í útbúum. Viðskiptavinurinn velur sjálfur eitt af átta félögum sem það vill að fái styrkinn. Félögin eru ADHD samtökin, Forma, Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir. Ný leið, Rauði krossinn og Spegillinn.

Eins hvetur Sparisjóðurinn fólk til að styrkja verkefnið með sínum framlögum. Þá geta allir tekið þátt með því að hringja í síma 901 1000 en símtalið kostar 1000 krónur. Þeir fyrstu sem styrktu verkefnið voru tveir leikar úr Englum alheimsins þeir Baltasar Kormákur og Ingvar Sigurðsson.

Eins hvetur Sparisjóðurinn fólk til að styrkja verkefnið með sínum framlögum. Þá geta allir tekið þátt með því að hringja í síma 901 1000 en símtalið kostar 1000 krónur. Þeir fyrstu sem styrktu verkefnið voru tveir leikar úr Englum alheimsins þeir Baltasar Kormákur og Ingvar Sigurðsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×