Erlent

Gates orðinn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Öldungadeild bandaríska þingsins staðfesti í gærkvöldi Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates vakti athygli fjölmiðla á þriðjudaginn þegar hann sagði að Bandaríkin væru ekki að vinna stríðið í Írak.

Hann breytti síðar yfirlýsingu sinni á þann hátt að bandaríski herinn væri að sigra í Írak en stefna Bandaríkjanna væri að tapa í Írak. Talið er að staðfesting á Gates í embætti verði til þess að auka á þrýsting á George W. Bush Bandaríkjaforseta um að endurskoða stefnu þeirra í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×