Erlent

Tyrkir gefa eftir

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. MYND/AP

Tyrkir ætla sér að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð frá Kýpur en löndin tvö hafa átt í deilum allt síðan Tyrkir réðust inn á norðurhluta eyjunnar og hertóku hana árið 1974. Frá þessu skýrði finnsk sjónvarpsfréttastöð í morgun.

Tyrkir eru eina þjóðin sem að viðurkennir sjálfstæði hins tyrkneska hlyta Kýpurs. Tyrkir hafa ekki heldur viljað viðurkenna Kýpur og engin samskipti hafa verið þar á milli síðan innrásin var gerð.

Talið er að þeir séu að gera þetta til þess að koma hreyfingu á viðræður um aðild að Evrópusambandinu en það hefur nýlega sagt að fresta ætti öllum viðræðum þess eðlis uns Tyrkir viðurkenna Kýpur sem þjóð og taka upp eðlileg samskipti við eyríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×