Erlent

Slæmt ástand í Víetnam

Maður reyndi að verja húsið  sitt  með sandpokum. Ekki er þó vitað um afdrif hússins.
Maður reyndi að verja húsið sitt með sandpokum. Ekki er þó vitað um afdrif hússins. MYND/AP

Alls er talið að 59 manns hafi týnt lífi og 29 týnst en um 120 þúsund hús eru talin hafa eyðilagst af völdum hitabeltisstormsins Durian en hann fór yfir landið snemma á þriðjudagsmorguninn.

Forsætisráðherra Víetnams, Nguyen Tan Dung, heimsótti í gær staði sem urðu illa úti. Flest dauðsföllin voru einmitt vegna bygginga sem hrundu á meðan fólk var í þeim en talið er að dauðsföllin hefðu orðið mun fleiri ef stjórnvöld hefðu ekki flutt þúsundir á brott frá strandsvæðum áður en Durian lét sjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×