Erlent

Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa

Rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard koma til Moskvu á mánudaginn var.
Rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard koma til Moskvu á mánudaginn var. MYND/AP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands.

„Rannsókn Scotland Yard hefur ekki áhrif á stjórnmálatengsl Breta og Rússa" sagði hann en á mánudaginn síðastliðinn hafði Lavrov varað við því að kenningar Breta um að rússnesk stjórnvöld hefðu eitthvað haft að gera með morðið á Litvinenko gætu skaðað samband ríkjanna tveggja.

Ástæðan fyrir þessum viðsnúningi gæti verið afstaða hins rússneska aðalsaksóknara en hann sagði að enginn myndi verða framseldur til Bretlands vegna málsins og að rússnesk yfirvöld myndu yfirheyra alla sem Scotland Yard vildi yfirheyra fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×