Innlent

Skautasvell opnað á Ingólfstorgi

Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu. Það voru svo skautadrottningar frá Birninum sem sýndu listir sínar á svellinu áður en hópur drengja úr félaginu skelltu sér í íshokkí. Skautasvellíð á Ingólfstorgi til 29. janúar og verður opið daglega til klukkan tíu á kvöldin. Frítt er á svellið en hægt er að leigja skauta á staðnum. Tryggingamiðstöðin lánar hins vegar hjálma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×