Innlent

Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi

Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. Dvergþernur eru minnstu þernur Evrópu og vandgreindar frá amerískri og afrískri tegund. Dvergþernan sást í stutta stund en því miður náðist ekki mynd af fuglinum. Síðastliðinn laugardag sást lítil þerna í Hornafjarðarósi og líklegt er talið að um sama fugl hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×