Sport

Strangari refsingar íhugaðar vegna ofbeldis gagnvart Tennessee Walking hestum

Sumir leiðtogar í Tennessee ganghesta iðnaðinum (Tennessee Walking Horse National) hafa lagt til að harðari viðurlög verði sett fyrir þá sem staðnir eru að því að misþyrma hestum í hagnaðarskyni. USDA er að vinna að nýrri reglugerð til að framfylgja lögum um hrossavernd sem sett verða 2007. Lögin banna ómannúðlega meðferð sem nefnd er "soring" og eykur náttúlegan fótaburð ganghestanna sem er mjög hágengur og nefnt er "Big Lick" í sýnigarhringnum.





Landbúnaðaryfirvöld hafa varað leiðtoga í iðnaðinum og krafist þess að þeir noti þetta ár til að lagfæra málin hvað varðar líkamlegar misþyrmingar, sem hafa viðgengist í meira en 35 ár, eftir að lögin hafa tekið gildi eða standa frammi fyrir strangari reglugerð á næsta ári.

Ósamkomulag á meðal rannsóknaraðila á vegum ríkisins og eigenda og þjálfara hestakynsins hefur valdið því að mörgum sýningum á ganghestum hefur verið lokað á þessu ári, þar með talið "Tennessee Walking Horse National Celebration (Landshátíð Tennessee ganghesta) í Shelbyville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×