Erlent

Kóraninn notaður við embættistöku

Keith Ellison
Keith Ellison MYND/AP

Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist.

Þingmaðurinn Virgil Goode, sem er repúblikani, notaði tækifærið og vildi meina að fyrst múslimi er kosinn á þing sé of mikið af þeim í landinu. Hann vildi á sama tíma breyta innflytjendalögum til þess að koma í veg fyrir að þessi atburðarás geti endurtekið sig. Gagnrýnin á Ellison þykir sérstaklega skrýtin þar sem hann er fæddur í Bandaríkjunum og getur jafnframt rekið ættir sínar í Bandaríkjunum til ársins 1741.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×