Erlent

Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup

Þessir hafa kannski verið að mótmæla einhverju líka.
Þessir hafa kannski verið að mótmæla einhverju líka. MYND/Vísir

Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir.

Vínframleiðandi í Henan héraði í Kína bauð 284 körlum og konum 650 pund, eða um eitthundrað þúsund íslenskar krónur, fyrir að hlaupa nakin í gegnum miðborg Zhengzhou. Alls sóttu um 1.700 manns um að komast að í hlaupinu en aðeins 30 reyndust standast próf á geðheilsu þeirra.

Lögregla sagði að fjöldafundir yrðu að vera siðlegir og að fjöldahlaup nakts fólks væri ekki þeirra hugmynd af siðlegum fjöldafundi.

Breska dagblaðið Metro skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×