Halldór Ásgrímsson tilkynnti nú fyrir stundu að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé frá amstri stjórnmálanna. Hann hyggst segja af sér forsætisráðherraembætti en mun sitja áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram að flokksþingi í haust. Hann mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Jafnframt mun Guðni Ágústsson víkja úr stjórn flokksins á sama tíma.
Samkomulag er við Geir H. Haarde formann Sjálfstæðisflokksins um að mynduð veðri ný ríkisstjórn og hyggst Halldór Ásgrímsson leiða það starf fyrir hönd Framsóknarflokksins. Tillaga þar að lútandi verður trúlega lögð fram á ríkisstjórnarfundi á morgun. Halldór sagðist aðspurður ekki ætla að láta af þingmennsku strax.