Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér. Þeir segjast hvergi ætla að víkja fyrr en stjórnin hefur lagt upp laupana. Mótmælastaðan er að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra en þau skipulögðu kröfugöngu á föstudaginn sem tæp milljón Líbana mætti í.

