Innlent

Ögmundur með flest atkvæði í forvali Vinstri-grænna

Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir munu leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í höfuðborgarkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi, ef kjörstjórn fer að úrslitum í forvali flokksins sem fór fram í dag.

Miðað við þessi úrslit skipar Katrín Jakobsdóttir sér til forystu í einu kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu, en Ögmundur og Kolbrún eru þingmenn flokksins í Reykjavík Suður og Norður. Flokkurinn er ekki með þingmann í Suðvesturkjördæmi, kraganum svokallaða.

Hér á eftir fer niðurstaða úr talningu óháð ákvæðum um kynjakvóta samkvæmt kosningareglunum. Á kjörskrá voru 1796, greidd voru 1093 atkvæði og kjörsókn því 61%, 35 atkvæði voru auð eða ógild.

Flest atkvæði í fyrsta sæti

Ögmundur Jónasson 832

Katrín Jakobsdóttir 665

Kolbrún Halldórsdóttir 591



Flest atkvæði í fyrsta og annað sæti

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 764

Álfheiður Ingadóttir 525

Árni Þór Sigurðsson 435



Flest atkvæði í fyrsta, annað og þriðja sæti

Gestur Svavarsson 491

Auður Lilja Erlingsdóttir 468

Paul Nicolov 373



Flest atkvæði í fyrsta, annað, þriðja og fjórða sæti

Mireya Samper 518

Steinunn Þóra Árnadóttir 461

Guðmundur Magnússon 448





Næst inn í fjórða sæti með yfir 300 atkvæði voru:

Andrea Ólafsdóttir

Kristín Tómasdóttir

Jóhann Björnsson

 

Forval Vinstri-grænna er að því leiti óvenjulegt að frambjóðendum verður síðar raðað á þrjá lista, Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi. Vinstri-grænir hafa nú þingmann í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu en engan í Suðvesturkjördæmi, kraganum svokallaða.

 

Úrslit úr forvalinu eru leiðbeinandi og eftirleikurinn í höndum kjörstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×