Innlent

Íslensk hitaveita gangsett í Kína

Í Kína vinna margar hendur létt verk.
Í Kína vinna margar hendur létt verk.

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gangsetti í dag fyrsta áfanga íslenskrar hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína við hátíðlega athöfn. Í borginni búa um fimm milljónir íbúa. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi.

Hitaveitan sem gangsett var í morgun er fyrir þrjá háskóla og hitar upp um 170.000 fermetra. Það samsvarar um 2.500 manna bæjarfélagi á Íslandi. Næstu áfangar eru áætlaðir um 1.000.000 fermetra á næstu 2 árum sem samsvarar bæjarfélagi á stærð við Hafnarfjörð. Á næstu 10 árum eru áformi um að kynda a.m.k. helming nýbygginga með jarðhita sem er um 15 milljónir fermetra eða húsnæði fyrir um hálfar milljónar manna byggð.

Að verkefninu standa Orkuveita Reykjavíkur, Glitnir og ENEX, sem er útflutningsvettvangur íslenskra þekkingarfyrirtækja í orkuvinnslu. Orkuveita Reykjavíkur er hvorttveggja hluthafi í ENEX og ENEX Kína og hefur verið frumkvöðull útrásar á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×