Innlent

Guðbergur heiðraður á Ítalíu

Guðbergur Bergsson, rithöfundur
Guðbergur Bergsson, rithöfundur MYND/Páll Bergmann

Guðbergur Bergsson hefur verið tilnefndur til hinna ítölsku NONINO-verðlauna fyrir skáldsöguna Svanurinn sem kom út upphaflega á íslensku árið 1992 og hefur síðar komið út víða um heim.

 

Il Cigno eins og hún heitir á ítölsku er gefin út af Il Saggiatore og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi, selst margoft upp og verið gefin út bæði innbundin og í kilju.

 

Nonino-bókmenntaverðlaunin eru afhent síðasta laugardag í janúar á ári hverju. Sem dæmi um þá sem hafa hlotið Nonino verðlaun er til að mynda V.S. Naipaul sem hlaut Nóbels verðlaun í flokki bókmennta og Rigoberta Menchú Tum er hlaut friðarverðlaun Nóbels

 

Guðbergi Bergssyni hefur verið boðið að koma til Ítalíu, frá 25 - 27 janúar, til að vera viðstaddur afhendingu verðlaunanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×