Innlent

Siv og Jón bjóða sig fram

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti í gær um framboð sitt til formanns flokksins.

„Þetta er ákvörðun sem ég hef íhugað mjög vandlega með minni fjölskyldu og innra með sjálfri mér. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mér finnst eðlilegt að það verði kynslóðaskipti í forystu flokksins og því býð ég mig fram,“ sagði Siv þegar blaðamaður náði af henni tali. Spurð um hvort Jón Sigurðsson tilheyrði eldri kynslóð Framsóknarflokksins svaraði Siv: „Hann er eldri en ég,“ og brosti.

Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem jafnframt sækist eftir formannsembættinu, fagnar framboði Sivjar. „Ég tel þetta mjög eðlilegt og sjálfsagt mál að í lýðræðislegum flokki fái fulltrúar fólksins tækifæri til þess að velja menn til forystu og þess vegna fagna ég því að hún gefi kost á sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×