Innlent

Sjófuglum fækkar

lundi Sjófuglum fer fækkandi við Ísland.
lundi Sjófuglum fer fækkandi við Ísland.

Sjófuglum hefur fækkað umtalsvert á Norður-Atlantshafi og hvetja Landvernd og norræn systursamtök Norðurlandaráð til að finna orsakir fækkunarinnar og koma með tillögur til úrbóta.

Fækkun sjófugla einskorðast ekki við Ísland en þeim hefur einnig fækkað í Færeyjum og Noregi. Þessi þróun kann að vera tilkomin vegna breytinga á vistkerfi hafsvæðisins og hefur skortur á sandsílum verið nefndur sem ástæða.

Landvernd telur að skoða þurfi vistkerfi hafsins með heildstæðum hætti á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem kerfið sé í eðli sínu hnattrænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×