Innlent

Upplýsingarnar eru á átta tungumálum

Leikskólabörn Bæklingar um leikskólann og tvítyngi leikskólabarna í Reykjavík eru nú fáanlegir á mörgum tungumálum.
Leikskólabörn Bæklingar um leikskólann og tvítyngi leikskólabarna í Reykjavík eru nú fáanlegir á mörgum tungumálum.

Reykjavíkurborg hefur nú gefið út upplýsingaefni á átta tungumálum um leikskóla og tvítyngi barna á leikskólasviði. Bæklingunum, sem eru tvenns konar, er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir upplýsingum meðal erlendra foreldra leikskólabarna, en börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkur eru um tíu prósent leikskólabarna í borginni.

Upplýsingabæklingarnir eru á íslensku, ensku, taílensku, víetnömsku, rússnesku, serbnesku, spænsku og pólsku en flest leikskólabarna af erlendu bergi brotin eiga pólska, filippseyska og taílenska foreldra.

Um síðustu áramót áttu 667 börn erlenda foreldra en þar af áttu 239 börn eitt íslenskt foreldri. Meðal barnanna eru töluð fleiri en sextíu tungumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×