Innlent

Laga þarf eldvarnir

Eldur í fjósi
Eldur í fjósi

„Við teljum að eldvörnum í eldri gripahúsum sé mjög víða ábótavant,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Sambandið hefur sent umhverfisráðherra bréf þar hvatt er til þess að eftirlit með eldvörnum í gripahúsum verði eflt.

Í bréfinu segir leitt að vita til þess að dýrin séu í öðru sæti þegar komi að öryggismálum. Staðreynd málsins sé nefnilega sú að oftast þurfi fólk að leggja sig í hættu þegar eldur komi upp. Til séu ágæt lög um eldvarnir en þau dugi skammt ef eftirliti er ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×