Árásarmennirnir enn ófundnir 10. september 2006 13:00 Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. Það var skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt sem tveir piltar um tvítugt komu inn í verslun Select við Suðurfell í Breiðholtinu og höfðu uppi mikil skrílslæti. Þegar öryggisvörður hafði afskipti af þeim sögðust þeir ætla að kaupa sígarettur en var neitað um afgreiðslu sökum framkomu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu æstust þeir þá enn meir sem leiddi til átaka milli piltanna og öryggisvarðarins inni í versluninni og reyndi einn starfsmaður Select að skerast í leikinn. Slagurinn barst út á planið fyrir utan sem endaði með því að annar árásarmannanna dró upp hníf og stakk öryggisvörðinn í bakið, auk sem starfsmaðurinn fékk hnefahögg í hægra gagnauga. Að því loknu hlupu piltarnir á brott. Bæði öryggisvörðurinn og starfsmaðurinn voru fluttir á slysadeild þar sem í ljós kom að hnífsblaðið stöðvaðist í einu rifbeini öryggisvarðarins, skammt fyrir neðan hægra herðablað, og þykir mildi að ekki fór verr. Sauma þurfti sjö spor í augabrún starfsmanns Select. Öryggisvörðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun. Lögregla leitar enn árásarmannanna. Fréttir Innlent Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. Það var skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt sem tveir piltar um tvítugt komu inn í verslun Select við Suðurfell í Breiðholtinu og höfðu uppi mikil skrílslæti. Þegar öryggisvörður hafði afskipti af þeim sögðust þeir ætla að kaupa sígarettur en var neitað um afgreiðslu sökum framkomu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu æstust þeir þá enn meir sem leiddi til átaka milli piltanna og öryggisvarðarins inni í versluninni og reyndi einn starfsmaður Select að skerast í leikinn. Slagurinn barst út á planið fyrir utan sem endaði með því að annar árásarmannanna dró upp hníf og stakk öryggisvörðinn í bakið, auk sem starfsmaðurinn fékk hnefahögg í hægra gagnauga. Að því loknu hlupu piltarnir á brott. Bæði öryggisvörðurinn og starfsmaðurinn voru fluttir á slysadeild þar sem í ljós kom að hnífsblaðið stöðvaðist í einu rifbeini öryggisvarðarins, skammt fyrir neðan hægra herðablað, og þykir mildi að ekki fór verr. Sauma þurfti sjö spor í augabrún starfsmanns Select. Öryggisvörðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun. Lögregla leitar enn árásarmannanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira