Sport

Annar risatitill Sharapovu

Maria Sharapova kyssir verðlaunagripinn sem hún fékk fyrir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.
Maria Sharapova kyssir verðlaunagripinn sem hún fékk fyrir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Maria Sharapova bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt með því að sigra Justin Henen Hardinne frá Belgíu í úrslitaleik, 6-4 og 6-4. Þetta er í annað sinn sem Sharapova sigrar á einu af fjórum árlegu risamótunum í tennis.

Sharapova var öryggið uppmálað í úrslitaviðureigninni og var með sigurinn í hendi sér allan tímann. Hún sýndi miklar tilfinningar eftir að síðasta stigið var í höfn og grét úr gleði. Hún hafði áður unnið Wimbledon-mótið í tennis árið 2004.

Síðar í dag fer fram úrslitaviðureignin í karlaflokki þar sem Roger Federer frá Sviss mætir Andy Roddick frá Bandaríkjunum. Telja flestir að þar verði um létta viðureign fyrir Federer að ræða, enda ber hann höfuð og herðar yfir aðra tennismenn í heiminum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×