Sport

Andri jafnaði í blálokin

Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Atli Guðnason hafði komið FH-ingum yfir snemma í síðari hálfleik og voru leikmenn liðsins nánast byrjaðir að fagna þegar Andri þaggaði heldur betur niður í þeim þegar hann skoraði með stórglæsilegum skalla.

ÍBV er með 15 stig í 10. og neðsta sæti Landsbankadeildarinnar, þremur stigum minna en ÍA og Grindavík sem eru í 8. og 9. sæti, en þess ber að geta að Grindavík á leik til góða gegn Val á morgun.

Fari svo að Valur sigri í þeim leik nær liðið að fara upp í 27 stig, sem er aðeins fimm stigum minna en FH. KR-ingar eru í 2. sæti eins og er með 26 stig en með mun lakari markatölu en FH. Það eru því í raun aðeins Valsmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að ná FH-ingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×