Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek.
Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið.
Fellibylurinn Ernesto er sá fyrsti á svæðinu á þessu tímabili en fellibyljatímabilið í fyrra var það versta í sögunni.