Viðskipti erlent

Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti

Maður telur peninga í Jakarta, höfuðborg Indónesíu.
Maður telur peninga í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Mynd/AFP

Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú.

Verðbólga í Indónesíu hefur lækkað hratt síðan í fyrra þegar olíuverðlag var tekið út úr vísitölu neysluverðs.

Budi Mulya, talsmaður seðlabankans, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC), að stjórn seðlabankans fylgist grannt með þróun verðlags í landinu en bætti við að rými sé fyrir frekar stýrivaxtalækkanir í framtíðinni.

Greiningaraðilar bjuggust almennt við lækkuninni og segja frekari lækkanir framundan. Séu líkur á að vextirnir verði komnir niður í 9,5 til 9,75 prósent fyrir lok ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×