Innlent

14 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og þjófnaðartilraunir

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna, fyrir þjófnað og tvær tilraunir til þjófnaðar úr apótekum í borginni í sumar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotist inn í apótek Lyfja og heilsu í Álfabakka aðfaranótt 14. ágúst og haft þaðan með sér lyf og fyrir að hafa einnig reynt að brjótast inn í Apótekið að Iðufelli sömu nótt. Nóttina eftir reyndi hann svo aftur að stela lyfjum í apóteki Lyfja og heilsu í Álfabakka en komið var að honum á vettvangi. Maðurinn játaði öll brotin en með þeim rauf hann skilorð og varð það til refsingþyngingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×