Á vefsíðunni www.fet.is segir að stóðhesturinn Mars frá Feti hafi verið seldur til Svíþjóðar og fór hann utan fyrir skemmstu. Mars er fimm vetra gamall, undan Seif frá Efra-Apavatni og gæðingamóðurinni Ásdísi frá Neðra-Ási. Mars var sýndur í kynbótadómi sl. vor og hlaut þá feiknagóðan dóm, 8.41 fyrir sköpulag og 8.44 fyrir hæfileika, í aðaleinkunn 8.43.
Mars er mjög jafnvígur á allar gangtegundir og hlaut 8.5 fyrir alla þætti hæfileikadómsins nema brokk þar sem hann fékk 8. Hann fékk einnig jafnan og góðan byggingardóm og hlaut m.a. 9.0 fyrir samræmi.
Nýjum eigendum óskum við til hamingju með kaupin og vonumst til að Mars muni reynast farsæll í Svíaríki, bæði sem keppnishestur og kynbótagripur segir á vefsíðu hrossaræktarbúsins Feti