Erlent

Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti

Donald Rumsfeld.
Donald Rumsfeld. MYND/Vísir

Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér.

Rumsfeld segir þingið koma til með að gjörbreytast í kjölfar kosninganna, andrúmsloftið á þinginu breytist samhliða því sem forsetakosningar nálgist og því hafi hann talið það gott fyrir alla að hann léti af embætti sínu. George Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um afsögn Rumsfeld í ræðu sinni fyrr í dag. Bush sagði að verið væri að skoða þann möguleika að skipta út ráðherranum fyrir næsta þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×