Neyðarástand í Líbanon 22. júlí 2006 09:00 Sjúkraliði kemur barni undan Móðir þessa barns særðist í sprengjuárás í þorpinu Jwaia í Líbanon. MYND/Nordicphotos/afp Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin. Erlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira
Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin.
Erlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Sjá meira