Innlent

Garðmenn til viðræðna við Norðurál um staðsetningu álvers

Bæjarstjórn Garðs hefur falið þremur mönnum, bæjarstjóranum, formanni bæjarráðs og byggingafulltrúa bæjarins, að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ og Norðurál um hugsanlega staðsetningu álvers.

Einnig að ræða samstarfsvettvang sveitafélaganna, reglur um kostnað og tekjuskiptingu, ef fyrirhugað álver kemur til með að vera innan marka Sveitarfélagsins Garðs.

Ákvörðunin kom í framhaldi af kynningu á lóðar- og hafnarsamningum milli Reykjaneshafnar og Norðuráls ehf.

Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×