Innlent

Þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvann

MYND/Teitur

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist tilkynningar um þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvunina í höfuðborginni í kvöld. Það virðist sem að fólk hafi almennt virt ábendingar lögreglunnar að vettugi um að halda kyrru fyrir á meðan á myrkvanum stóð. Lögreglu bárust kvartanir vegna bíla sem lagt var á víð og dreif. Margir þeirra sköpuðu hættu þar sem lýsing var lítil.

Einnig bárust lögreglu ábendingar um ökumenn sem stöðvuðu bíla sína á gatnamótum til að fylgjast með myrkvanum. Mikið var um hópasöfnun unglinga víða um borgina og þurfti lögreglan að hafa afskipti af hóp unglinga sem klifraði upp í byggingarkrana í Laugarnesi til að fylgjast með myrkvanum. Nokkuð var einnig um að skotið væri upp flugeldum sem er stranglega bannað án leyfis.

Slökkt var á öllum götuljósum í höfuðborginn klukkan 22:00 og ekki kveikt aftur á þeim fyrr en hálftíma síðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×