Innlent

Á við átta Smáralindir

Á prjónunum er stórfelld uppbygging verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu þéttbýliskjörnum landsins. Af samtölum við helstu stjórnendur fasteignafélaga má ráða að um 250 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði rísi á næstunni eða séu nýrisnir. Þessi fermetrafjöldi samsvarar rúmlega áttföldu verslunarrými Smáralindar.

Stærsta húsið rís við Vesturlandsveg þar sem félag í eigu Smáratorgs og Smáragarðs reisir um 45 þúsund fermetra byggingu en einnig er unnið að því að opna stórar verslanir í Urriðaholti, í Smáranum, á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi.

Meira á viðskiptasíðu Vísis og í Markaðnum, sem fylgir Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×