Innlent

Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi

Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent.

Nærri tíu þúsund fleiri eru starfandi á þriðja ársfjórungi þessa árs en á sama tíma í fyrra og var atvinnuþáttaka um 84 prósent. Þá leiða tölur Hagstofunnar í ljós að meðalvinnuvika á þriðja ársfjórðungi var tíu klukkustundum lengri hjá körlum en konum, 48 stundir á móti 38.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×