Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði það yrðu stórkostleg mistök að kalla breska hermenn heim frá Írak á næstunni og slíkt kæmi ekki til greina. Þetta kom í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun.
Blair sagði það gróflega vanrækslu við skyldur sínar ef bresk stjórnvöld ætluðu nú að hverfa burt þegar þjálfun írakskra öryggissveita stæði enn yfir. Yfirlýsingar Blairs koma í kjölfar yfirlýsinga frá Sir Richard Dannatt, yfirmanni breska hersins, sem sagði í síðustu viku að vera bresks herliðs í Suður-Írak drægi úr öryggi á svæðinu og að Bretar ættu að kalla herlið sitt heim fljótlega.