Við eigum að taka siðferðisafstöðu 31. júlí 2006 00:01 Það er fagnaðarefni að utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við afstöðu helstu Evrópuríkja til árása Ísraelsmanna í Líbanon. Ástandið er hörmulegt. Alþjóðasamfélagið situr vanmáttugt hjá þegar Bandaríkjamenn veita þegjandi samþykki fyrir því að gengið sé milli bols og höfuðs á skæruliðum Hizbollah. Niðurstaðan er sú að Ísraelsmenn fara fram með offorsi og drepa fjöldann allan af óbreyttum borgurum á leið sinni að þessu markmiði sínu. Leið Ísraelsmanna er siðlaus. Hún skeytir engu um saklaust fólk. Hún er fordæmanleg á sama hátt og dráp öfgamúslima á saklausum borgurum í skæruliðaárásum. Bretar hafa komið sér í sérstaka stöðu á alþjóðavettvangi sem einhvers konar sáttasemjarar milli Evrópu og Bandaríkjamanna. Íslendingar drógu taum Bandaríkjanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Það voru mistök. Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallarspurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa? Við erum friðelskandi þjóð sem viljum standa vörð um frelsi og mannréttindi. Þetta ætti að vera útgangspunktur afstöðu okkar á alþjóðavettvangi. Án slíkrar meginreglu eigum við ekkert erindi í stofnanir á borð við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef við eigum þá eitthvert erindi þangað yfirleitt. Við erum meðal ríkustu þjóða heims og það er algjörlega óverjandi ef slík þjóð tekur ákvarðanir um afstöðu til meginspurninga út frá sérhagsmunum. Ísrael er stríðshrjáð land og skilningur og langlundargeð er á margan hátt skiljanlegt í afstöðu til atburða og aðgerða fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísrael hefur hins vegar fyrir löngu gengið á lag samviskubits Vesturlanda vegna óhæfuverka nasista í stríðinu og illri meðferð á gyðingum í gegnum söguna. Það er ekki endalaust hægt að sækja sér athafnarými óhæfuverka til sögunnar. Túlkun Ísraels á afstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi er hörmuleg. Íslendingar eiga að hafa skýra afstöðu til þess að tafarlaust verði komið á vopnahléi í Líbanon. Sú krafa snýst um að Ísrael skeytir ekki um almenna borgara í aðgerðum sínum. Ísrael brýtur mannréttindi á saklausu fólki. Slíkt er óverjandi og ber að fordæma. Því minni stuðning á alþjóðavettvangi sem slíkt hefur, því erfiðara verður að halda út í slíkar herferðir gegn saklausu fólki. Mótstaðan mun líka gera Bandaríkjunum sífellt erfiðara fyrir að halda kíkinum við blinda augað þegar óhæfuverk þjóða sem þeir styðja eiga í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er fagnaðarefni að utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við afstöðu helstu Evrópuríkja til árása Ísraelsmanna í Líbanon. Ástandið er hörmulegt. Alþjóðasamfélagið situr vanmáttugt hjá þegar Bandaríkjamenn veita þegjandi samþykki fyrir því að gengið sé milli bols og höfuðs á skæruliðum Hizbollah. Niðurstaðan er sú að Ísraelsmenn fara fram með offorsi og drepa fjöldann allan af óbreyttum borgurum á leið sinni að þessu markmiði sínu. Leið Ísraelsmanna er siðlaus. Hún skeytir engu um saklaust fólk. Hún er fordæmanleg á sama hátt og dráp öfgamúslima á saklausum borgurum í skæruliðaárásum. Bretar hafa komið sér í sérstaka stöðu á alþjóðavettvangi sem einhvers konar sáttasemjarar milli Evrópu og Bandaríkjamanna. Íslendingar drógu taum Bandaríkjanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Það voru mistök. Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallarspurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa? Við erum friðelskandi þjóð sem viljum standa vörð um frelsi og mannréttindi. Þetta ætti að vera útgangspunktur afstöðu okkar á alþjóðavettvangi. Án slíkrar meginreglu eigum við ekkert erindi í stofnanir á borð við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef við eigum þá eitthvert erindi þangað yfirleitt. Við erum meðal ríkustu þjóða heims og það er algjörlega óverjandi ef slík þjóð tekur ákvarðanir um afstöðu til meginspurninga út frá sérhagsmunum. Ísrael er stríðshrjáð land og skilningur og langlundargeð er á margan hátt skiljanlegt í afstöðu til atburða og aðgerða fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísrael hefur hins vegar fyrir löngu gengið á lag samviskubits Vesturlanda vegna óhæfuverka nasista í stríðinu og illri meðferð á gyðingum í gegnum söguna. Það er ekki endalaust hægt að sækja sér athafnarými óhæfuverka til sögunnar. Túlkun Ísraels á afstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi er hörmuleg. Íslendingar eiga að hafa skýra afstöðu til þess að tafarlaust verði komið á vopnahléi í Líbanon. Sú krafa snýst um að Ísrael skeytir ekki um almenna borgara í aðgerðum sínum. Ísrael brýtur mannréttindi á saklausu fólki. Slíkt er óverjandi og ber að fordæma. Því minni stuðning á alþjóðavettvangi sem slíkt hefur, því erfiðara verður að halda út í slíkar herferðir gegn saklausu fólki. Mótstaðan mun líka gera Bandaríkjunum sífellt erfiðara fyrir að halda kíkinum við blinda augað þegar óhæfuverk þjóða sem þeir styðja eiga í hlut.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun