Innlent

Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki

Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis. Þar segir að félagið sérhæfi sig í ráðgjöf til evrópskra fyrirtækja í matvæla- og drykkjariðnaði með starfsemi í London og Amsterdam. Straumur-Burðarás ætlar að fjármagna kaupin með eigin fé, en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki breska fjármálaeftirlitsins.

Í Morgunkorni Glitnis kemur einnig fram að Straumur-Burðarás muni stofna útibú í London sem mun að öllum líkindum opna seint á árinu. Starfsemi útbúsins mun snúa að útlánastarfsemi með áherslu á sambankalán þar sem bankinn verður annaðhvort þáttakandi eða leiðandi lánveitandi. Útibúið mun einnig koma að lánsfjármögnun einstakra verkefna viðskiptavina Straums-Burðaráss. Freyr Þórðarson, sem hefur starfað á Lánasviði Straums-Burðaráss mun stjórna útibúinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×