Hlutafélagið RARIK hf. tekur formlega við allri starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins á morgun, fyrsta ágúst. Á stofnfundi hlutafélagsins í dag var kjörið í fimm manna stjórn og ákveðið ganga til samninga við Tryggja Þór Haraldsson í stöðu forstjóra RARIK hf. Tryggvi Þór hefur verið settur rafmagnsveitustjóri undanfarin misseri.
Stjórnarmenn RARIKS hf. eru Berglind Hallgrímsdóttir, Elín R. Líndal, Hilmar Gunnlaugsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir og Sveinn Þórarinsson. Formaður stjórnar er Sveinn Þórarinsson, varaformaður Hilmar Gunnlaugsson og ritari Ingibjörg Sigmundsdóttir. Varamenn eru Hermann Hansson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Stefán Jón Friðriksson og Þorvarður Hjaltason.