Fimm ára starfstími Kristnihátíðarsjóðs er nú liðinn og sjóður hans uppurinn. Megintilgangur sjóðsins var að að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn og að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Þorgerður katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að sjóðurinn hafi sett af stað margar fornleifarannsóknir sem brýnt sé að klára.
Hún segir að eins mikilvæg og aðhaldskrafa ríkissjórnarinnar sé, þá megi fornleifarannsóknir ekki mæta afgangi við gerð fjárlaga.