Sala Össurar á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 4,8 milljörðum íslenskra króna. Söluaukningin jókst um 85% frá öðrum árstjórðungi árið 2005, mælt í Bandaríkjadölum. Þá var söluaukning vegna innri vaxtar 8%. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að aukning í sölu á stoðtækjum hafi verið umfram væntingar og sala á spelkum og stuðningsvörum hafi verið í takt við áætlanir.
