Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti óvænt um 27 punkta í dag. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og verða innlánsvextir eftirleiðis 2,52 prósent en útlánsvextir 6,12 prósent.
Í rökstuðningi bankans segir að með hækkuninni sé markmiðið að hægja á lántökum og áhættusömum fjárfestingum, sem geti stuðlað að óstöðuleika í efnahagslífinu.