Slaka á sérkröfum um öryggisleit 18. ágúst 2006 15:45 MYND/Teitur Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér. Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar. Farþegar eru enn um sinn hvattir til að lágmarka handfarangur sinn til að tryggja greiða afgreiðslu við öryggisleit. Öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli verður hagað með eftirfarandi hætti þar til annað verður ákveðið: Farþegum á leið til Bandaríkjanna er enn óheimilt að hafa meðferðis vökva eða vökvatengd efni. Undanþegin þessu eru nauðsynleg lyf, matvara fyrir ungabörn og varningur keyptur í flugstöðinni sem afhentur er í innsigluðum umbúðum. Einnig mega farþegar á leið til Bandaríkjanna eiga von á að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Farþegum á öðrum flugleiðum skal bent á að öryggisstarfsfólk gefur vökvum og vökvakenndum efnum sérstakan gaum. Slembileit verður viðhöfð á skófatnaði í stað þess að allir farþegar þurfi að fara úr skóm. Farþegar þurfa að taka fartölvur og annan rafmagnsbúnað úr handfarangri áður en farið er í gegnum vopnaleit. Rétt er að taka fram að engar nýjar takmarkanir eru á meðferð slíks búnaðar þ.á.m. farsíma og "i-pod" hljómtækja. Til að flýta öryggisleit er mælt með því að farþegar taki alla málmhluti af sér og úr vösum áður en gengið er gegnum málmleitarhlið. Yfirvöld vilja koma á framfæri þökkum til flugfarþega fyrir skilning á breyttum aðstæðum og munu gera sitt ýtrasta til að lágmarka óþægindi af þessum sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flugvallarstjórinn og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sendu frá sér.
Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira