Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði 18. ágúst 2006 19:00 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. Fangelsi landsins eru yfirfull og hefur Fangelsismálastofnun ekki getað tekið við öllum gæsluvarðhaldsföngum sem þeir hafa verið beðnir um að vista. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum í Reykjavík. Nú er svo yfirfullt að fangelsið stenst ekki skilyrði fyrir undanþágunni en hún kveður á um að aðeins einn fangi skuli vera í hverjum klefa en nú er tvímennt í þremur klefum. Undanþága hegningarhússins gildir til ársins 2010 en þá er stefnt að því endurbætur og fjölgun plássa verði lokið. Alls eru ellefu gæsluvarðhaldspláss og segir fangelsismálastjóri að meðaltali tvo vera í einangrun hverju sinni. Ástandið að undanförnu er því langt frá meðaltalinu. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri, segist því ekki vita hvert framhaldið verður en vonast til að það skýrist í haust þegar þing kemur saman að nýju. En frestun framkvæmda er liður í aðgerðum stjórnvalda til að draga úr þenslu og sporna gegn verðbólgu. Bitnar framkvæmdastöðvunin helst á fjölgun fangapláss um átta á Kvíabryggju. Eins ætti að vera búið að bjóða út framkvæmdir við fangelsið á Akureyri og stöðvunin hefur líka áhrif á hönnunarvinnu við fangelsi á Hólmsheiði sem á að vera til búið árið 2010 og á breytingar á Litla hrauni sem ljúka á ári fyrr. En saga um nýtt fangelsi er orðin gömul. Fréttir Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. Fangelsi landsins eru yfirfull og hefur Fangelsismálastofnun ekki getað tekið við öllum gæsluvarðhaldsföngum sem þeir hafa verið beðnir um að vista. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum í Reykjavík. Nú er svo yfirfullt að fangelsið stenst ekki skilyrði fyrir undanþágunni en hún kveður á um að aðeins einn fangi skuli vera í hverjum klefa en nú er tvímennt í þremur klefum. Undanþága hegningarhússins gildir til ársins 2010 en þá er stefnt að því endurbætur og fjölgun plássa verði lokið. Alls eru ellefu gæsluvarðhaldspláss og segir fangelsismálastjóri að meðaltali tvo vera í einangrun hverju sinni. Ástandið að undanförnu er því langt frá meðaltalinu. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri, segist því ekki vita hvert framhaldið verður en vonast til að það skýrist í haust þegar þing kemur saman að nýju. En frestun framkvæmda er liður í aðgerðum stjórnvalda til að draga úr þenslu og sporna gegn verðbólgu. Bitnar framkvæmdastöðvunin helst á fjölgun fangapláss um átta á Kvíabryggju. Eins ætti að vera búið að bjóða út framkvæmdir við fangelsið á Akureyri og stöðvunin hefur líka áhrif á hönnunarvinnu við fangelsi á Hólmsheiði sem á að vera til búið árið 2010 og á breytingar á Litla hrauni sem ljúka á ári fyrr. En saga um nýtt fangelsi er orðin gömul.
Fréttir Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira