Erlent

Öflug sprenging í Tyrklandi

Hluti fimm hæða byggingar í borginni Diyarbakir í Suður-Tyrklandi hrundi í öflugri sprengingu í morgun. Fjölskyldur trykneskra hermanna búa þar. Svo virðist sem miðstöðvarketill í byggingunni hafi sprungið. Vitað er að minnst tveir særðust í sprengingunni en óvíst hvort einhverjir týndu lífi. Björgunarmenn eru komnir á vettvang og leita fólks í rústunum.

Tyrkneskir hermenn hafa barist við uppreisnarmenn Kúrda í Diyarbakir og nærliggjandi héruðum í fjölmarga áratugi. Húsið þar sem sprengingin varð í morgun var innan varnarsvæðiðs hersins og því ólíklegt talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×