Erlent

Viðræður hefjast á ný

Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna hefjast að nýju 18. þessa mánaðar að sögn kínverskra fulltrúa. Fundað verður í Peking. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir ári síðan þegar fulltrúar stjórnvalda í Pyongjang gengu frá samningaborðinu vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna.

Spenna hefur magnast í deilunni frá kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna í október. Auk fulltrúa Bandaríkjanna, Kína og Norður-Kóreu taka Japanir, Rússar og Suður-Kóreumenn þátt í viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×