KR-ingar gerðu góða ferð í Reykjanesbæ í gær og báru sigurorð af Keflvíkingum, 81-90. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en KR-ingar sigu framúr og stóðu að lokum uppi sem öruggir sigurvegarar.
Keflavík skoraði fyrstu tíu stigin í leiknum í gær og voru með frumkvæðið framan af leiknum en KR-ingar höfðu þó yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-26.
KR gerði sér síðan lítið fyrir og skoraði 13 fyrstu stigin í öðrum leikhluta og komust í 39-24. Keflvíkingar náðu þó að minnka muninn í fimm stig en aftur tóku KR-ingar kipp og leiddu í hálfleik með 10 stigum, 34-44.
Þessa forystu létu KR-ingar aldrei af hendi og Keflvíkingar komust aldrei nær KR en níu stig. Keflvíkingar skoruðu 10 síðustu stigin í leiknum en allt kom fyrir ekki, sá kafli kom einfaldlega alltof seint hjá heimamönnum og sigur KR-inga því staðreynd.