Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Árni Jóhannsson skrifar 11. apríl 2025 18:16 Stjarnan - ÍR Bónus karla 8-liða Vor 2025 ÍR þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda áfram keppni í Bónus deild karla þennan vetur. Þeir náðu í sigurinn, rétt svo. Eftir að hafa leitt með dágóðum mun lungan úr leiknum náði Stjarnan að naga forskotið niður í eitt stig en náðu ekki lengra. Lokastaðan 87-89 og 2-1 í einvíginu. Leikurinn byrjaði í miklu jafnvægi þar sem liðin skiptust á að skora körfur og stöðva för hvors annars að körfunni. Skipst var á forystunni framan af fyrsta leikhluta en áhlaup ÍR-inga virtust vera betri en þeir luku fyrsta leikhlutanum með fjögurra stiga forskot 23-27. Forskotið hefði verið meira ef ekki hefði verið fyrir þær sakir að Jase Febrese sendi niður körfu frá miðjunni þegar lokaflaut leikhlutans gall. Stjarnan náði ekki að stoppa ÍR eins og þeir hefðu best á kosið á meðan ÍR neyddi heimamenn í að taka skot sem ÍR leið vel með að Stjarnan væri að taka. Stjarnan gerði þó vel í að stoppa för Jakob Falko að körfunni en Zarko Jukic og Matej Kavas gerðu virkilega vel í að skora stigin fyrir ÍR og Dani Koljanin kom með gott framlag af bekknum. Eins og áður sagði voru áhlaup ÍR betri og aftur unnu þeir leikhlutann með fjórum stigum og leiddu með átta stigum í hálfleik 46-52. Í seinni hálfleik náði ÍR mjög góðum tökum á leiknum og voru komnir í 18 stiga forskot um hann miðjan. 57-75 var staðan þegar Stjarnan tók leikhlé og ÍR virtist ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Annað kom á daginn. Stjarnan náði að herða tökin í varnarleik sínum og byrjaði að naga niður forskotið. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 67-77 en tilfinningin var þannig að Stjarnan var ekki að ganga alveg nógu hart á lagið þegar þeir stoppuðu ÍR-ingana. Stjarnan náði ekki nóg stórum áhlaupum í fjórða leikhluta til að innbyrða andstæðinginn sinn. Heimamenn komu muninum niður í fjögur stig, 74-79 en þá náðu ÍR-ingar að svara og komu muninum í 74-83. Aftur komust Stjörnumenn á lítið áhlaup en náðu ekki muninum nema niður í tvö stig 86-88 og hefðu viljað fá villu þegar Júlíus Orri keyrði á körfuna en fékk ekkert fyrir sinn snúð en línan hafði verið sett á þennan hátt allan leikinn. Stjarnan fékk innkast og eftir þrist frá Hilmari sem klikkaði var brotið á Júlíusi Orra í frákastabaráttunni. Stjarnan vildi fá óíþróttamannslega villu en Júlíus fékk olnboga líklega í nefið og þurfti að fara útaf. Hann fékk ekki að taka vítin en Kristján Fannar gerði það, klikkaði á fyrra en kom muninum í eitt sti með 1,7 sekúndu eftir. Jakob Falko fékk þá vítaskot, setti niður fyrra og vísvitandi klikkaði á seinna. Lokatölur því 87-89. ÍR fer með kærkomin sigur heim í Breiðholtið og freistar þess að jafna metin á þriðjudaginn. Atvik leiksins Það verður að vera lokasókn Stjörnunnar þar sem Hilmar keyrir á körfuna og það virðist vera brotið á honum. Ekkert var dæmt á það en dæmt á það þegar Júlíus Orri fékk högg á nefið í frákasta baráttu. Hann tjáði blaðamanni eftir leik að nefið væri brotið. Reynt var að þurrka blóðið en hann þurfti að fara út af. Kristján Fannar Ingólfsson kom inn á en það voru hans fyrstu andartök. Hann var því ferskur en ekki í neinum takti. Því miður klikkaði annað vítið og ÍR náði að sigla sigrinum heim. Ekkert við hann að sakast en honum var fleygt inn í óþægilegar aðstæður. Stjörnur og skúrkar Stjörnumenn varnarlega lengi vel voru skúrkar þessa leiks. Annars voru margir sem átt frábæran leik. Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur og skoraði 26 stig. Ægir Þór skoraði 21 stig, gaf átta stoðsendingar og skilaði 31 framlagspunkt. Hjá ÍR var það Matej Kavas sem var stigahæstur með 25 stig og Zarko Jukic skoraði 20 stig og drógu þeir vagninn þegar á þurfti að halda fyrir ÍR. Jakob Falko skoraði 17 stig og gaf níu stoðsendingar. Umgjörð og stemmning Stemmningin var frábær í kvöld. Hefðu alveg mátt vera fleiri í húsinu en báðar fylkingar létu vel í sér heyra allan tímann. Dómarar Því miður fannst mér dómararnir setja línuna þannig að ekkert var flautað. Það gerði það að verkum til dæmis að bæði lið urðu pirruð og svo þegar á hólminn var komið var ekki dæmt á augljósar villur sem hefðu getað skipt sköpum. Viðtöl: Baldur Þór: Mættum ekki til leiks Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur með það að hans menn hafi ekki gripið tækifærið og sent ÍR í sumarfrí. Hann vildi ekki fara mikið yfir það sem gerðist í lok leiksins enda líklega önnur atriði sem urðu til þess að Stjarnan tapaði í kvöld. Hann var spurður hvernig lokaandartökin litu út frá hans bæjardyrum séð. „Þetta var 50/50 og þetta lendir þeirra megin bara. Það gerist bara eitthvað.“ Stjarnan lenti mest 18 stigum undir og var Baldur spurður að því hvað hafi verið að gerast hjá hans mönnum. „ÍR vann orkubaráttuna. Við mættum ekki til leiks og við verðum að gera það til að vinna næsta leik.“ Fyrir leik talaði Baldur um að hann vildi sjá hans menn mæta vel til leiks varnarlega. Hann fékk það ekki í kvöld. „Þetta var ekki nægjanlega gott eða þetta var gott síðustu 15 mínúturnar en annars var þetta ekki gott. Við þurfum að vera betri ef við ætlum að vinna.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn? „Bara næsta mál. Við förum yfir þetta og vinnum næsta.“ Héldu menn að þetta væri komið? „Menn mættu allavega ekki til leiks.“ Borche: Neitum að gefast upp Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var sigurreifur þegar blaðamaður náði tali af honum skömmu eftir leik. Hvernig leið honum eftir þennan sigur? „Ég er úrvinda. Á sama tíma er ég ánægður og stoltur af leikmönnum mínum. Við neitum að gefast upp og ætlum okkur lengra. Við áttum að vinna annan leikinn en það er komið aftur fyrir okkur núna og nú er það bara einn leikur í einu. Við förum heim í Skógarsel og þurfum að undirbúa okkur undir miklu erfiðari leik. Ég veit ekki hvernig við eigum að fá meiri virðingu frá dómurunum. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og aðrir en þannig er það bara og við verðum að berjast til loka.“ Borche var þá spurður að því hvort það hafi skipt meira máli að vera sterkur andlega en að vera betri í körfubolta við að ná í sigurinn. „Blanda af báðu líklega. Ég held að menn hafi verið tilbúnir að berjast í kvöld. Við héldum mikið fleiri fundi en æfingar á milli leikja og líklega er það andlegi þátturinn sem vegur meira núna.“ Stjarnan gerði vel í að stoppa Jakob Falko og hlaut Borche að vera mjög ánægður með framlag annarra leikmanna í kvöld. „Algjörlega. Matej Kavas komst í frábæran takt í kvöld. Jakob er örmagna en hann spilar nánast allar mínúturnar og ég þarf að finna leið til að hvíla hann og gera hann tilbúinn fyrir næsta leik.“ Bónus-deild karla Stjarnan ÍR
ÍR þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda áfram keppni í Bónus deild karla þennan vetur. Þeir náðu í sigurinn, rétt svo. Eftir að hafa leitt með dágóðum mun lungan úr leiknum náði Stjarnan að naga forskotið niður í eitt stig en náðu ekki lengra. Lokastaðan 87-89 og 2-1 í einvíginu. Leikurinn byrjaði í miklu jafnvægi þar sem liðin skiptust á að skora körfur og stöðva för hvors annars að körfunni. Skipst var á forystunni framan af fyrsta leikhluta en áhlaup ÍR-inga virtust vera betri en þeir luku fyrsta leikhlutanum með fjögurra stiga forskot 23-27. Forskotið hefði verið meira ef ekki hefði verið fyrir þær sakir að Jase Febrese sendi niður körfu frá miðjunni þegar lokaflaut leikhlutans gall. Stjarnan náði ekki að stoppa ÍR eins og þeir hefðu best á kosið á meðan ÍR neyddi heimamenn í að taka skot sem ÍR leið vel með að Stjarnan væri að taka. Stjarnan gerði þó vel í að stoppa för Jakob Falko að körfunni en Zarko Jukic og Matej Kavas gerðu virkilega vel í að skora stigin fyrir ÍR og Dani Koljanin kom með gott framlag af bekknum. Eins og áður sagði voru áhlaup ÍR betri og aftur unnu þeir leikhlutann með fjórum stigum og leiddu með átta stigum í hálfleik 46-52. Í seinni hálfleik náði ÍR mjög góðum tökum á leiknum og voru komnir í 18 stiga forskot um hann miðjan. 57-75 var staðan þegar Stjarnan tók leikhlé og ÍR virtist ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Annað kom á daginn. Stjarnan náði að herða tökin í varnarleik sínum og byrjaði að naga niður forskotið. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 67-77 en tilfinningin var þannig að Stjarnan var ekki að ganga alveg nógu hart á lagið þegar þeir stoppuðu ÍR-ingana. Stjarnan náði ekki nóg stórum áhlaupum í fjórða leikhluta til að innbyrða andstæðinginn sinn. Heimamenn komu muninum niður í fjögur stig, 74-79 en þá náðu ÍR-ingar að svara og komu muninum í 74-83. Aftur komust Stjörnumenn á lítið áhlaup en náðu ekki muninum nema niður í tvö stig 86-88 og hefðu viljað fá villu þegar Júlíus Orri keyrði á körfuna en fékk ekkert fyrir sinn snúð en línan hafði verið sett á þennan hátt allan leikinn. Stjarnan fékk innkast og eftir þrist frá Hilmari sem klikkaði var brotið á Júlíusi Orra í frákastabaráttunni. Stjarnan vildi fá óíþróttamannslega villu en Júlíus fékk olnboga líklega í nefið og þurfti að fara útaf. Hann fékk ekki að taka vítin en Kristján Fannar gerði það, klikkaði á fyrra en kom muninum í eitt sti með 1,7 sekúndu eftir. Jakob Falko fékk þá vítaskot, setti niður fyrra og vísvitandi klikkaði á seinna. Lokatölur því 87-89. ÍR fer með kærkomin sigur heim í Breiðholtið og freistar þess að jafna metin á þriðjudaginn. Atvik leiksins Það verður að vera lokasókn Stjörnunnar þar sem Hilmar keyrir á körfuna og það virðist vera brotið á honum. Ekkert var dæmt á það en dæmt á það þegar Júlíus Orri fékk högg á nefið í frákasta baráttu. Hann tjáði blaðamanni eftir leik að nefið væri brotið. Reynt var að þurrka blóðið en hann þurfti að fara út af. Kristján Fannar Ingólfsson kom inn á en það voru hans fyrstu andartök. Hann var því ferskur en ekki í neinum takti. Því miður klikkaði annað vítið og ÍR náði að sigla sigrinum heim. Ekkert við hann að sakast en honum var fleygt inn í óþægilegar aðstæður. Stjörnur og skúrkar Stjörnumenn varnarlega lengi vel voru skúrkar þessa leiks. Annars voru margir sem átt frábæran leik. Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur og skoraði 26 stig. Ægir Þór skoraði 21 stig, gaf átta stoðsendingar og skilaði 31 framlagspunkt. Hjá ÍR var það Matej Kavas sem var stigahæstur með 25 stig og Zarko Jukic skoraði 20 stig og drógu þeir vagninn þegar á þurfti að halda fyrir ÍR. Jakob Falko skoraði 17 stig og gaf níu stoðsendingar. Umgjörð og stemmning Stemmningin var frábær í kvöld. Hefðu alveg mátt vera fleiri í húsinu en báðar fylkingar létu vel í sér heyra allan tímann. Dómarar Því miður fannst mér dómararnir setja línuna þannig að ekkert var flautað. Það gerði það að verkum til dæmis að bæði lið urðu pirruð og svo þegar á hólminn var komið var ekki dæmt á augljósar villur sem hefðu getað skipt sköpum. Viðtöl: Baldur Þór: Mættum ekki til leiks Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur með það að hans menn hafi ekki gripið tækifærið og sent ÍR í sumarfrí. Hann vildi ekki fara mikið yfir það sem gerðist í lok leiksins enda líklega önnur atriði sem urðu til þess að Stjarnan tapaði í kvöld. Hann var spurður hvernig lokaandartökin litu út frá hans bæjardyrum séð. „Þetta var 50/50 og þetta lendir þeirra megin bara. Það gerist bara eitthvað.“ Stjarnan lenti mest 18 stigum undir og var Baldur spurður að því hvað hafi verið að gerast hjá hans mönnum. „ÍR vann orkubaráttuna. Við mættum ekki til leiks og við verðum að gera það til að vinna næsta leik.“ Fyrir leik talaði Baldur um að hann vildi sjá hans menn mæta vel til leiks varnarlega. Hann fékk það ekki í kvöld. „Þetta var ekki nægjanlega gott eða þetta var gott síðustu 15 mínúturnar en annars var þetta ekki gott. Við þurfum að vera betri ef við ætlum að vinna.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn? „Bara næsta mál. Við förum yfir þetta og vinnum næsta.“ Héldu menn að þetta væri komið? „Menn mættu allavega ekki til leiks.“ Borche: Neitum að gefast upp Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var sigurreifur þegar blaðamaður náði tali af honum skömmu eftir leik. Hvernig leið honum eftir þennan sigur? „Ég er úrvinda. Á sama tíma er ég ánægður og stoltur af leikmönnum mínum. Við neitum að gefast upp og ætlum okkur lengra. Við áttum að vinna annan leikinn en það er komið aftur fyrir okkur núna og nú er það bara einn leikur í einu. Við förum heim í Skógarsel og þurfum að undirbúa okkur undir miklu erfiðari leik. Ég veit ekki hvernig við eigum að fá meiri virðingu frá dómurunum. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og aðrir en þannig er það bara og við verðum að berjast til loka.“ Borche var þá spurður að því hvort það hafi skipt meira máli að vera sterkur andlega en að vera betri í körfubolta við að ná í sigurinn. „Blanda af báðu líklega. Ég held að menn hafi verið tilbúnir að berjast í kvöld. Við héldum mikið fleiri fundi en æfingar á milli leikja og líklega er það andlegi þátturinn sem vegur meira núna.“ Stjarnan gerði vel í að stoppa Jakob Falko og hlaut Borche að vera mjög ánægður með framlag annarra leikmanna í kvöld. „Algjörlega. Matej Kavas komst í frábæran takt í kvöld. Jakob er örmagna en hann spilar nánast allar mínúturnar og ég þarf að finna leið til að hvíla hann og gera hann tilbúinn fyrir næsta leik.“