Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda 24. október 2006 22:12 Minnismerki um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994. MYND/AP Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent